Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Frönsk fræði

Umsókn um háskólanám

BA - 180 einingar

ISCED flokkur: 0231

Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum. Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Er námið fyrir þig?

  • Viltu öðlast þekkingu og skilning á frönsku samfélagi?

  • Hefur þú áhuga á frönskum menningarheimi?

  • Viltu læra um samtímann og sögu Frakklands og frönskumælandi landa?

  • Hefur þú áhuga á að læra frönsku?

  • Viltu taka þátt í fjölbreyttum námskeiðum á þínu áhugasviði?

Um hvað snýst námið?

BA nám frönskum fræðum er þriggja ára nám til 180 eininga.

Þetta nám er einnig hægt að taka sem 120 eininga aðalgrein eða sem 60 eininga aukagrein.

Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Meðal viðfangsefna

  • Frönsk málfræði

  • Framburður og lestur

  • Heimur þýðinga

  • Saga Frakklands

  • Franskar bókmenntir og menning

  • Leiklist, smásögur og ævintýri

  • Frönsk málsaga

  • Bókmenntaþýðingar úr frönsku

  • Listasaga og heimspeki

Markmið

Veita nemendum góða þekkingu á franskri tungu og gagnlega innsýn í menningu og þjóðlíf hins frönskumælandi lands.

Námið og kennslan

Nám í frönsku er fjölþætt. Á öllum stigum og í öllum námskeiðum BA-námsins fá nemendur þjálfun í notkun tungumálsins þótt á ólíkan hátt sé.

Á 1. námsári er mikil áhersla lögð á málfræði og talþjálfun en þær hliðar námsins teygja sig einnig inn í kennslu í bókmenntum, menningu og sögu Frakklands. Nemendur kynnast þróun tungumálsins, málvísindum og þýðingum. Loks fá þeir innsýn í menningarfræðilega, sögulega og samfélagslega þætti.

Kennsluhættir eru fjölbreyttir. Nemendur sitja námskeið, taka þátt í málstofum og umræðuhópum og sækja tíma í málveri. Þeir fá þjálfun í akademískum vinnubrögðum, ritun texta, málfræði, bókmenntarýni og fræðikenningum.

Skáldsögur, smásögur, leikrit og ljóð eru lesin og sett í samhengi við hugmyndasögu og samfélagshræringar. Reynt er að bjóða reglulega upp á námskeið í kvikmyndum Frakklands og annarra frönskumælandi landa, leiklist og samfélagsrýni. Gestakennarar frá erlendum háskólum koma inn í kennsluna og halda fyrirlestra á sínu sérsviði.

Nám í frönskum fræðum má tengja öðru námi við Háskóla Íslands og öðrum skólum á fjölmargan hátt. Frönsk fræði má taka sem aukagrein með öllum greinum sem kenndar eru á Hugvísindasviði en einnig með stjórnmálafræði, ferðamálafræði, mannfræði og viðskiptafræði með áherslu á alþjóðasamskipti, svo eitthvað sé nefnt.

Erlend samskipti

Nemendur taka gjarnan hluta námsins við frönsku- og bókmenntafræðideildir í erlendum háskólum. Námsbrautin er í góðu samstarfi við fjölmarga háskóla í Frakklandi, Kanada, Belgíu og víðar. Þar fá nemendur tækifæri til að kynnast ólíkum menningarheimum af eigin raun.

Vegna samninga við erlenda háskóla (Grenoble, Brest, Montpellier, Nice, París (3, 4, 10), Perpignan, Strasbourg, Toulouse, Antilles, Montréal, Brussel o.fl.) er unnt að taka hluta af námi í greininni erlendis í samráði við fasta kennara. Einnig er mögulegt að stunda nám við frönsku- og bókmenntafræðideildir háskóla í öðrum löndum.

Í sumum tilvikum er unnt að fá styrki á vegum Erasmus+. Nemendur sem taka frönsk fræði til 120 eða 180 eininga geta nýtt sér þennan möguleika.

Nemendur þurfa að ljúka námskeiðum fyrsta námsárs til að geta sótt um skiptinám í greininni.

Nemendur velja hvort þeir fara utan í eitt misseri eða tvö. Þeir geta skrifað BA-ritgerð sína erlendis en þá er æskilegt að þeir hafi áður valið efni og leiðbeinanda.

Um frönsku og framhaldið

Franskan er mikilvægt tungumál í alþjóðasamstarfi. Hún er, ásamt ensku og þýsku, vinnumál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex opinberra tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Nám í frönskum fræðum veitir nemendum góða þekkingu á franskri tungu, bókmenntum, menningu, sögu og þjóðlífi hins frönskumælandi heims.

Eftir BA-próf má læra frönsku til MA-prófs en einnig er hægt að fara í framhaldsnám í öðrum greinum.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, BA

Hefst: Vorönn 2025

Námstími: 3 ár

Umsóknartímabil: 15. september 2025 - 1. desember 2025

Námsform: Staðnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið