Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

Viðskiptafræði

Kjörsvið: Reikningshald

Umsókn um háskólanám

BS - 180 einingar

ISCED flokkur: 0488

Í viðskiptafræðinámi lærir þú allt um stofnun og rekstur fyrirtækja en námið eykur jafnframt skilning og þekkingu á persónulegum fjármálum, bæði hvað varðar fjárfestingar og almennt utanumhald. Viðskiptafræðinám er einnig fyrirtaks undirbúningur fyrir atvinnulífið þar sem viðskiptafræðingar gegna gjarna stjórnunarstöðum og hafa áhrif á velgengni fyrirtækja sem starfa á ýmsum mismunandi sviðum.

Boðið er upp á fimm kjörsvið og lýkur náminu með lokaritgerð.

Er námið fyrir þig?

  • Langar þig að læra að stofna og reka þitt eigið fyrirtæki?

  • Hefur þú áhuga á að öðlast góða þekkingu á markaðsfræðum og ná árangri í markaðssetningu?

  • Langar þig að vita út á hvað vextir og lán ganga?

  • Viltu læra inn á fjárfestingar?

  • Langar þig að eiga möguleika á að komast í góðar stjórnunarstöður?

Um hvað snýst námið?

BS nám í viðskiptafræði byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnunarfræði.

Kjörsvið

Í upphafi náms velja nemendur sér kjörsvið en boðið er upp á fimm áherslulínur.

  • Almenn viðskiptafræði

  • Fjármál

  • Markaðsfræði

  • Reikningshald

  • Stjórnun

Meðal viðfangsefna eru:

  • Markaðsfræði

  • Stærðfræði

  • Fjárhagsbókhald

  • Rekstrarhagfræði og bókhald

  • Tölfræði

  • Tölvunotkun og tölvureiknir

  • Stjórnun

  • Alþjóðaviðskipti

  • Vörumerkjastjórnun

  • Neytendahegðun og markaðsstarf

  • Tjáning og viðskipti

  • Þjóðhagfræði

  • Markaðssamskipti og rannsóknir

Viðskiptafræði er einnig hægt að taka sem 60 eininga aukagrein með 120 eininga aðalgrein.

Viðskiptafræði er einnig hægt að taka sem 120 eininga aðalgrein með 60 eininga aukagrein úr öðru fagi.

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Grunnnám, BS

Hefst: Vorönn 2025

Námstími: 3 ár

Umsóknartímabil: 15. september 2025 - 1. desember 2025

Námsform: Staðnám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið