Vélaverkfræði
Kjörsvið: Endurnýjanleg orka - jarðhitaverkfræði
Umsókn um háskólanám
MS - 120 einingar
ISCED flokkur: 0715
MS nám í vélaverkfræði er tveggja ára framhaldsnám við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Að loknu meistaraprófi í vélaverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga.
Er námið fyrir þig?
Vilt þú auka þekkingu þína á umhverfinu, endurnýtingu og sjálfbærni?
Langar þig að leita lausna, hanna vörur og verkferla sem bæta samfélagið?
Vilt þú læra meira um orku, framleiðslu hennar og nýtingu á sjálfbæran hátt?
Hefur þú áhuga á að gera heiminn betri en hann er?
Um hvað snýst námið?
Í meistaranámi í vélaverkfræði vinna nemendur að stóru rannsóknarverkefni sem oft er unnið í samstarfi við fyrirtæki sem getur greitt leið nemenda að starfi að námi loknu. Öflugar rannsóknir, sterk tengsl við atvinnulífið og alþjóðleg tengsl tryggja að verkefni sem nemendur glíma við í náminu eru raunhæf og byggjast á nýjustu þekkingu.
Uppbygging náms
Námið er 120 einingar og er skipulagt sem fullt nám til tveggja ára.
Námið skiptist í:
Námskeið, 60 - 90 einingar
Rannsóknarverkefni, 30 - 60 einingar
Kjörsvið
Val er á milli eftirfarandi kjörsviða:
Flest eða öll námskeið eru valnámskeið og eru þau valin í samráði við umsjónarkennara eftir áhugasviði hvers og eins nemanda.
Fyrirkomulag kennslu
Námið er kennt á íslensku en námsefni er almennt á ensku.
Ýmsir möguleikar eru á styrkjum fyrir meistaranema og góð vinnuaðstaða er fyrir hendi.
Meginmarkmið
Meðal annars er miðað að því að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til að greina og leysa flókin vandamál á hinum ýmsu sérhæfðu sviðum innan vélaverkfræðinnar. Nemendur munu temja sér sjálfstæða og skapandi hugsun við lausn vandamála og geta lokið greiningu þannig að niðurstöður séu skýrar.
Nemendur öðlist skilning á nýjustu þekkingu innan vélaverkfræði.
Annað
Að loknu meistaraprófi í vélaverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.
Meistaragráða í vélaverkfræði opnar möguleika á doktorsnámi
Námsstig: Meistaranám, MS
Hefst: Vorönn 2024
Námstími: 2 ár
Umsóknartímabil: 13. september 2024 - 15. október 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
