Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Háskólanám Forsíða
Háskólanám Forsíða

MARBIO

Umsókn um háskólanám

MS - 120 einingar

ISCED flokkur: 0511

Samnorrænt meistaranám í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífrænna sjávarafurða, MAR-BIO, er rannsóknatengt meistaranám sem boðið er upp á sameiginlega af þremur norrænum háskólum: Háskólanu á Hólum, Háskólanum í Gautaborg, Nord-háskólanum í Bodø.

Markmið með MAR-BIO eru að

  • greiða fyrir flæði nemenda milli Norðurlandanna, og á þekkingu og rannsóknum milli viðkomandi stofnana

  • sameina norræna krafta með það að leiðarljósi að mennta næstu kynslóð sérfræðinga á þessu sviði

  • þróa ný tengslanet og möguleika til samvinnu, milli fræðimanna, atvinnugreinarinnar og stjórnvalda, sem og við fyrirtæki í sjávarútvegi.

MAR-BIO er hugsað sem þverfagleg tenging milli fiskveiða, fiskeldis og annarrar lífrænnar matvælaframleiðslu í sjó eða vatni, með sérstakri áherslu á nýsköpun og frumkvöðla. Námið býr nemendur undir margs konar störf og/eða nám á PhD-stigi.

Námskeiðin í listanum sem sjá má hér að neðan, eru þau sem eru í boði við Háskólann á Hólum.Lista um námskeið annarra skóla má nálgast hér.

Univeristy of Gothenburg

Bodø University in Norway

Umsóknarfrestur um MAR-BIO-námsleiðina er til 5. júní

Sjá nánar á vef háskóla

Námsstig: Meistaranám, MS

Hefst: Haustönn 2024

Námstími: 2 ár

Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024

Námsform: Blandað nám

haskolanam logo

Meðferð persónuupplýsinga

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið