Umhverfis- og byggingarverkfræði
Umsókn um háskólanám
BS - 180 einingar
ISCED flokkur: 0732
Umhverfis- og byggingarverkfræðingar þróa og hanna hagkvæmar lausnir sem tryggja öryggi og stuðla að jákvæðum áhrifum á heilsu og umhverfi. Grunnnám í umhverfis- og byggingarverkfræði er þriggja ára nám sem lýkur með BS gráðu. Til að öðlast réttindi til starfsheitisins verkfræðingur þarf einnig að ljúka meistaraprófi.
Er námið fyrir þig?
Vilt þú tryggja fólki öruggt neysluvatn?
Vilt þú hanna örugg mannvirki?
Vilt þú vinna fjölbreytt verkefni undir handleiðslu helstu sérfræðinga landsins í umhverfis- og byggingaverkfræði?
Hefur þú gaman af raungreinum?
Vilt þú geta valið úr fjölbreyttu úrvali námskeiða á þínu áhugasviði?
Langar þig að eiga möguleika á krefjandi framtíðarstarfi?
Um hvað snýst námið?
Nám í umhverfis- og byggingarverkfræði byggir á haldgóðri þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku.
Grunnnámið spannar mörg fagsvið. Meðal fagsviða eru mannvirkjahönnun, umhverfisverkfræði, vatna- og straumfræði, skipulag og samgöngur, og jarðtækni og grundun.
Með valnámskeiðum er hægt að leggja áherslu á annað hvort:
Byggingarverkfræði
Umhverfisverkfræði
Á fyrstu tveimur árunum tekur þú skyldunámskeið með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði og verkfræði.
Verkefnavinna er mikilvægur hluti námskeiða og farið er í vettvangsferðir til að skoða áhugaverð mannvirki.
Meðal viðfangsefna
Hönnun mannvirkja
Hönnun vatns- og fráveitna
Sjálfbær þróun byggðar
Mat á umhverfisáhrifum
Hönnun vatns- og vindorkumannvirkja
Jarðskjálftaverkfræði
Jarðtækni og grundun
Samgönguverkfræði
Áhættumat og lausnir sem lágmarka tjón
Stjórnun framkvæmda
Námsstig: Grunnnám, BS
Hefst: Haustönn 2024
Námstími: 3 ár
Umsóknartímabil: 2. mars 2024 - 5. júní 2024
Námsform: Staðnám
Meðferð persónuupplýsinga
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið
