Fara beint í efnið

Grunnskólar

„Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda.“

Annað skólastigið

Grunnskólinn er annað skólastigið. Skólaskylda er í grunnskólum sem þýðir að börn og ungmenni á aldrinum 6–16 ára eiga að stunda þar nám.

Foreldrum er skylt að innrita börn sín í grunnskóla og sjá til þess að þau stundi námið. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á vefjum flestra grunnskóla og sveitarfélaga.
Sveitarfélög á landinu

Samkvæmt grunnskólalögum eiga börn og unglingar, sem sökum félagslegra og tilfinningalegra örðugleika eiga erfitt með nám, rétt á sérstökum stuðningi í námi.

Sveitarfélög sinna sérfræðiþjónustu við grunnskóla í formi sálfræði-, náms- og kennsluráðgjafar. Skipulag er mismunandi eftir sveitarfélögum. Skólar vísa málum til deilda með samþykki foreldra en foreldrar geta einnig leitað beint eftir aðstoð.

Ef upp kemur ágreiningur milli forráðamanna og skóla varðandi nemanda og ekki næst samkomulag getur hvor um sig vísað málinu til skólanefndar og síðan til mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Grunnskólanámið skiptist í þrjú stig. Á yngsta stigi eru nemendur fyrsta til fjórða bekkjar, á miðstigi eru nemendur fimmta til sjöunda bekkjar og á efsta stigi, unglingastigi, eru nemendur áttunda til tíunda bekkjar.

Grunnskólarnir eru einsetnir, það er kennsludagur nemenda er samfelldur með stundarhléum og matarhléi. Starfstími nemenda er að lágmarki 9 mánuðir á ári, 180 skóladagar.

Nemendur í efstu bekkjum grunnskóla geta stundað fjarnám við framhaldskóla samhliða grunnskólanámi. Ákvörðun um námið er tekin í samráði við skólastjórnendur. Nánari upplýsingar um fjarnám er að finna á vefjum framhaldsskóla.
Framhaldsskólar á landinu

Nám barna og unglinga í grunnskólum sem reknir eru á vegum sveitarfélaga er ókeypis. Hins vegar þarf að greiða sérstakt gjald fyrir nám barna og unglinga í einkaskólum. Engir biðlistar eru í grunnskólum.

Sveitarfélögum er heimilt að reka saman leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla undir stjórn eins skólastjóra.

Heimili og skóli, landssamtök foreldra
Samfok, samtök foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur
Menntamál á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis

Réttindi fatlaðra barna

Börn með fötlun eiga rétt á grunnskólakennslu þar sem þau eiga lögheimili. Námið skal fara fram í almennum skólum með nauðsynlegri stuðningsþjónustu eða á sérhæfðum deildum samkvæmt grunnskólalögum.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Hafðu samband

Símanúmer: 514 7500
Netfang: postur@midstodmenntunar.is
Póstlistaskráning

Opnun­ar­tími

Mánudaga til fimmtudaga:
09:00 - 15:00
Föstudaga: 09:00 - 12:00

Heim­il­is­fang

Víkurhvarf 3
203 Kópavogur

Kennitala: 660124-1280