Fara beint í efnið

Fjölskylda og velferð

Flytja lögheimili

Tilkynna flutning

Flytja lögheimili eða aðsetur

  • Flutning skal tilkynna innan 7 daga. Einstaklingar 18 ára og eldri verða að tilkynna flutning sjálfir.

  • Einungis er heimilt að skrá lögheimili í íbúðarhúsnæði og þarf húsnæðið að vera komið á byggingastig 4. Það er ekki heimilt að skrá lögheimili í atvinnuhúsnæði.

  • Þrátt fyrir að lögheimili skuli vera skráð í íbúðarhúsnæði er veitt undanþága í eftirtöldum tilvikum: einstaklingum er heimilt að skrá lögheimili sitt á stofnunum fyrir aldraða, búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk og starfsmannabústöðum, skráðum áfangaheimilum og starfsmannabúðum. Fyrirsvarsmönnum starfseminnar er einnig heimilt að hlutast til um skráninguna.

  • Flutning milli Norðurlanda þarf ávallt að tilkynna í eigin persónu hjá hlutaðeigandi skráningarskrifstofu í því landi sem flutt er til.

  • Tilkynning vegna flutnings fyrirtækja/félaga er á vef Ríkisskattstjóra.

Tilkynna flutning

Þjónustuaðili

Þjóð­skrá Íslands