Fara beint í efnið

Flytja lík á milli grafreita

Ef flytja þarf lík af einhverjum ástæðum úr einum grafreit í annan þarf að fá sérstakt leyfi. Óskað er eftir flutning á líki hjá kirkjugarðsstjórn sem sendir erindið áfram til sýslumanns sem veitir leyfið.    

Það getur tekið nokkurn tíma að afgreiða umsóknir þannig að sækja þarf um tímanlega ef stendur til að framkvæmdin sé á ákveðnum degi.

Hverjir geta sótt um?

Ákveðnar reglur gilda um hverjir geta sótt um að lík verði flutt. Þeir sem geta sótt um þurfa að hafa tengingu við hinn látna og geta verið:

 • Maki

 • Sambúðarmaki

 • Börn eða aðrar niðjar

 • Foreldrar

 • Systkini

Umsóknarferlið

Óska þarf eftir því við kirkjugarðsstjórn eða sóknarnefnd á viðkomandi stað að lík verði flutt milli grafreita.

Hægt að óska eftir leyfinu án þess að fara í gegnum kirkjugarðsstjórn hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra en þá óskar embættið eftir umsögn hjá kirkjugarðsstjórn.

Ef farin er sú leið að senda beint til sýslumanns skal senda erindið bréflega til:

Sýsluskrifstofunar á Siglufirði

Gránugötu 6

580 Siglufirði

Með umsókninni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

 • Dánardagur hins látna

 • Aldur á dánardegi

 • Hvenær viðkomandi var grafinn

 • Dánarmein (ef það er vitað)

 • Ástæða fyrir flutningi

 • Nýr greftrunarstaður 

Sýslumaður leitar umsagnar hjá biskup og yfirlæknis á heilsugæslu í viðkomandi umdæmi. Ef öll skilyrði og gögn eru uppfyllt gefur sýslumaður leyfið út og þá getur flutningur á líkinu farið fram. Fari svo að sýslumaður veiti ekki leyfið þá getur viðkomandi kært málið til dómsmálaráðuneytisins. 

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Sýslu­mað­urinn á Norð­ur­landi eystra