Fara beint í efnið

Húsnæðismál

Flutt til Íslands

Þegar fjölskylda eða einstaklingur flytur til Íslands eftir að hafa búið í útlöndum, verður að skrá nýtt aðsetur hjá Þjóðskrá Íslands.

Flutt heim

Þegar íslenskir ríkisborgarar flytja heim til Íslands eftir að hafa búið í útlöndum, ber þeim samkvæmt lögum að tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands innan sjö daga.

Tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands.

Nauðsynlegt er að skila ýmsum vottorðum, eyðublöðum og tilkynningum til opinberra stofnana svo réttindi og skyldur taki gildi. Meðal þeirra stofnana sem þarf að hafa samband við og tilkynna sig hjá eru:

Sækja þarf um daggæslu eða leikskólavist fyrir börn yngri en 6 ára, ef þörf er á, og skrá börn og unglinga á skólaskyldualdri í grunnskóla. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefjum leikskóla, félags- og þjónustumiðstöðva, sveitarfélaga og grunnskóla.

Búslóðir þeirra sem eru að flytja heim eru tollfrjálsar að vissum skilyrðum uppfylltum. Á þetta við um húsgögn, búsáhöld og aðra persónulega muni. Greiða þarf lögboðin aðflutningsgjöld af bílum. Sjálfsagt er að tryggja búslóð sem flutt er milli landa hjá tryggingafélagi.

Til minnis

  • Kynna sér tollgjöld og önnur flutningsgjöld og íhuga hvort tryggja eigi búslóð og einstaka hluti sem fluttir verða milli landa.

  • Tilkynna nýtt lögheimili til Þjóðskrár Íslands innan viku frá heimkomu.

  • Skila vottorðum, eyðublöðum og tilkynningum til opinberra stofnana svo réttindi og skyldur taki gildi.

  • Sækja um daggæslu eða leikskólavist fyrir yngri börn og skrá börn á skólaskyldualdri í grunnskóla.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir