Flutning frá Norðurlöndunum til Íslands þarf að tilkynna í eigin persónu í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða á skrifstofum lögregluembætta landsins innan sjö daga.
Séu börn meðal þeirra sem flytja þurfa þau einnig að vera viðstödd. Framvísa þarf löggildum persónuskilríkjum hvers og eins (vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini).

Þjónustuaðili
Þjóðskrá