Fara beint í efnið

Flutningur í opið fangelsi

Í flestum tilvikum hefur fólk afplánun í Fangelsinu á Hólmsheiði en flutningsteymi Fangelsismálastofnunar ákveður hvort viðkomandi afpláni þar allan tímann eða verði fluttur í annað fangelsi.

Sækja þarf sérstaklega um flutning milli fangelsa með sérstöku eyðublaði.

Það sem hefur áhrif á að fangi komist í opið fangelsi er meðal annars hegðun í fangelsi, ólokin mál hjá lögreglu eða dómstólum, aldur, hvort hann stundar vinnu og/eða nám í fangelsinu, hvort hann hafi tekið á fíknivanda sínum hafi slíkur vandi verið til staðar, hvort hann er háður lyfjum og hvort hann ætli á Vernd.

Nánar á vef Fangelsismálastofnunar

Umsókn um flutning í opið fangelsi