Unndís - samstarf um að fjölga hlutastörfum
Vinnumálastofnun veitir fyrirtækjum ráðgjöf, fræðslu og eftirfylgd svo að hægt sé að fjölga hlutastörfum á vinnumarkaði.
Þátttaka fyrirtækja felur í sér:
Framkvæmd stöðumats með matskvarðanum Unndísi á öllum þáttum vinnustaðar sem styðja við atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Unndís er verkfæri og leiðarvísir með innbyggðu matskerfi.
Rýni jafnréttisáætlunar með tilliti til inngildingar.
Rýni á tækifæri vinnustaðar til fjölgunar hlutastarfa.
Gerð aðgerðaáætlunar sem miðar að ráðningum í hlutastörf.
Endurmat með reglubundnum hætti.
Stuðningur við fyrirtæki
Utanumhald og kynningu á Unndísi og þjónustu við vinnustaðinn við innleiðingu verkefnisins.
Mat á stöðu inngildingar vinnustaðarins með matstæki Unndísar.
Ráðgjöf við að rýna tækifæri til hlutastarfa innan stofnunarinnar eða fyrirtækisins.
Fræðslu um viðeigandi aðlögun á vinnustað.
Stuðning við ráðningu í störf og eftir atvikum eftirfylgd með ráðningu.
Stuðning við gerð tímaáætlunar og aðgerðaplans innleiðingar.
Mat á stefnu og árangri innleiðingar. Þetta þýðir að inngilding fólks með mismikla starfsgetu er skrifuð inn í jafnréttisstefnu.
Endurgjöf og aðstoð við að ná betri árangri þar sem það á við.
Um Unndísi
Fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu fela í sér meiri hvata til atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Breytingarnar taka gildi haustið 2025 og kalla á fjölgun hlutastarfa á vinnumarkaði.
Unndís á sér fyrirmynd hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna: UNDIS: United Nations Disability Inclusion Strategy
Frekari upplýsingar: unndis@vmst.is
Þjónustuaðili
Vinnumálastofnun