Fara beint í efnið

Ferilskrá og kynningarbréf

Ferilskrá og kynningarbréf eru aðaltæki þeirra sem eru í atvinnuleit.

Í ferilskrá greina einstaklingar frá grunnupplýsingum á borð við starfsreynslu og menntun. Í kynningarbréfinu er gerð grein fyrir ástæðu umsóknar.

Ferilskrá

Uppsetning þarf að vera skýr og upplýsingarnar hnitmiðaðar. Lengd ferilskrár er yfirleitt 1 til 2 blaðsíður.

Í ferilskránni þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:

Sniðmát

Hér eru sniðmát sem hægt er að nota til að búa til ferilskrá:

Góð ráð

  • Það er gott að eiga vandaða ferilskrá sem er hægt að aðlaga eftir þörfum.

  • Það þarf ekki að skrá alla starfsreynslu, nám eða námskeið í ferilskrá. Gott er að hafa í huga að skrá það sem helst skiptir máli vegna starfsins sem sótt er um hverju sinni. 

  • Ef um margar, stuttar, tímabundnar ráðningar í sambærileg störf er að ræða er hægt að draga þær saman og greina frá þeim á einum stað.

  • Það er mikilvægt að lesa vandlega yfir ferilskrá til að koma í veg fyrir innsláttar- eða stafsetningarvillur.  

  • Ef starfsreynsla og/eða menntun er takmörkuð er ráð að leggja áherslu á aðra hæfni, til dæmis persónulega færniþætti og gera þeim skil í kynningarbréfi.  

  • Einstaklingur þarf að geta svarað fyrir allt sem fram kemur í ferilskrá og gott að búa sig undir að geta svarað spurningum um eigin feril í atvinnuviðtali.  

  • Ávallt skal huga að gagnaöryggi og persónuvernd í meðförum skjala á borð við ferilskrá og kynningarbréf. Þetta er gert með því að til dæmis senda aðeins læst pdf-skjöl eða hlekki á læst skjöl þegar um atvinnuumsókn ræðir.  

Kynningarbréf

Kynningarbréf fylgir ferilskrá. Það gefur ítarlegri mynd af hæfni umsækjanda og ástæðum fyrir því að sótt er um ákveðið starf. Kynningarbréf er yfirleitt hálf til 1 blaðsíða.

Sniðmát

Góð ráð

  • Gott er að eiga vandað kynningarbréf sem hægt er að aðlaga eftir hverju starfi og fyrirtæki.

  • Það er nauðsynlegt að draga fram þau atriði sem mæla með umsækjandanum í starfið. Jafnframt þarf að svara hvernig viðkomandi uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í auglýsingunni.

  • Áherslan í bréfinu á að vera á starfið sem sótt er um, ekki það sem umsækjandi hefur gert í lífinu. Gætið þess að nota „ég“ ekki of mikið.

  • Mjög mikilvægt er að láta einhvern lesa ferilskrána vandlega yfir til að koma í veg fyrir innsláttarvillur eða stafsetningarvillur.

  • Gott er að vista bréfið með nafni umsækjandans eða kennitölu, helst sem pdf-skjal.

Atvinnuleitendum hjá Vinnumálastofnun býðst ráðgjöf og námskeið í gerð ferilskrár og það er hægt að setja ferilskrá og kynningarbréf inn á Mínar síður Vinnumálastofnunar.

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun