Búkmyndavélar og persónuvernd
Við rafræna vöktun með búkmyndavél þarf að:
fylgja persónuverndarlögum og reglum um rafræna vöktun.
láta nærstadda vita um vöktun með áberandi merkingum, þar sem fram kemur hver er ábyrgðaraðili vöktunar.
láta einstaklinga sem sjást á upptöku (þeir sjálfir eða til dæmis bíll þeirra/bílnúmer) vita að þeir eigi almennt rétt til aðgangs að persónuupplýsingum um þá sjálfa og þar með rétt til að skoða upptökur sem til verða og fá af þeim afrit innan mánaðar, óski þeir eftir slíku.
Afmá gæti þurft upplýsingar um aðra einstaklinga af upptökunni áður en orðið er við slíkri beiðni.
Ábyrgðaraðili myndavélar, þarf að tryggja að notkun og vinnsla persónuupplýsinga sem verða til við notkun búkmyndavélar, samrýmist persónuverndarlögum, og gæti þurft að framkvæma mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) áður en notkun hefst.
Þegar lögregla notast við búkmyndavélar við löggæslustörf gilda sérstök persónuverndarlög um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
Óheimilt er að birta opinberlega upptökur úr búkmyndavél sem innihalda persónuupplýsingar, sem dæmi á samfélagsmiðlum, nema skilyrði persónuverndarlaga fyrir slíkri birtingu séu uppfyllt.