Fara beint í efnið

Búferlastyrkur til atvinnuleitenda

Umsókn um búferlastyrk

Vinnumálastofnun er heimilt skv. reglugerð að greiða sérstaka búferlastyrki vegna kostnaðar við búferlaflutn­ing atvinnuleitanda sem er tryggður innan atvinnuleysistryggingakerfisins og fjölskyldu hans, sem hefur skráð lögheimili á sama stað og hann, eftir því sem við á.

Í því sambandi er miðað við búferla­flutning innanlands frá því sveitarfélagi þar sem atvinnuleitandi hefur skráð lögheimili sitt til þess sveitarfélags þangað sem hann flytur lögheimilið í því skyni að sækja vinnu hjá nýjum vinnu­veitanda sem hefur sannanlega ráðið hann til starfa.

Búferlastyrkur getur jafnframt náð til kostnaðar við flutning á búslóð.

Búferlastyrkir eru ekki greiddir vegna kostnaðar við flutning innan höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn um búferlastyrk

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun