Breyting á skipan stjórnar sjóðs eða sjálfseignarstofnunar
Stjórn sjóðs eða sjálfseignarstofnunar skal tilkynna til sjóðaskrár sýslumanns hverjir skipi stjórn sjóðs eða sjálfseignarstofnunar hverju sinni.
Stjórn skal ávallt skipuð eða tilnefnd í samræmi við ákvæði gildandi skipulagsskrár. Kennitölur og netföng stjórnarmanna skulu fyllt út.
Allir stjórnarmenn skulu undirrita tilkynninguna. Ef meirihluti stjórnarmanna eru nýir skulu fráfarandi stjórnarmenn einnig undirrita tilkynninguna.
Frumrit sendist Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, sýsluskrifstofu, Suðurgötu 1, 550 Sauðárkróki, ásamt afriti af viðeigandi fundargerð. Heimilt er að senda senda skannað frumrit með rafrænum hætti á netfangið sjodir@syslumenn.is ásamt afriti af fundargerð.
Sýslumaður skráir nýja stjórn sjóðs eða sjálfseignarstofnunar í sjóðaskrá. Sé skráningu nýrrar stjórnar hafnað eða athugasemdir gerðar af hálfu sýslumanns við framkomna tilkynningu er stjórn veitt færi á að bæta úr því sem ábótavant þykir.
Tengd lög og reglugerðir
Lög nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá
Reglugerð nr. 140/2008 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá
Þjónustuaðili
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra