Skráning á bannskrá hjá Þjóðskrá vegna markaðssetningar
Þeir sem skráðir eru á bannskrá koma ekki fram á úrtakslistum úr þjóðskrá sem kann að vera beitt í markaðssetningarskyni eða öðrum úrtökum sem byggja á skrám þar sem veitt hefur verið heimild til notkunar á skránni í markaðssetningarskyni.
Rannsóknir sem falla undir vísindarannsóknir eru undanskildar. Óheimilt er að senda markpóst á börn, en heimilt er að senda markaðsefni á foreldra barna að því gefnu að þeir séu ekki á bannskrá.

Þjónustuaðili
Þjóðskrá