Fara beint í efnið

Almannavarnir

Landsmenn þurfa iðulega að takast á við óblíð náttúruöfl og hættulegar afleiðingar þeirra. Samspil manns og náttúruafla getur einnig valdið truflun á innviðum samfélagsins.

Almannavarnir og almannavarnanefndir

Almannavarnir eru samhæfð viðbrögð og úrræði vegna hættu- og neyðarástands.

Ríkið fer með almannavarnir á landi, í lofti og á sjó. Sveitarfélög fara með almannavarnir í héraði í samvinnu við ríkið.

Að neyðarskipulagi almannavarna koma lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir, heilbrigðisstofnanir, Landhelgisgæslan, 112 neyðarnúmerið, Rauði krossinn og fleiri líknarfélög og starfsmenn sveitarfélaga.

Samhæfingarstöð almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra er í Skógarhlíð 14 í Reykjavík.

Almannavarnadeildin fer meðal annars með yfirstjórn aðstoðar milli umdæma og yfirstjórn aðstoðar ríkisstofnanir við almannavarnir í héraði.

Upplýsingar um almannavarnanefndir í héraði er að finna á vefjum sveitarfélaga.

Almannavarnanefndir móta stefnu og skipuleggja starf sitt að almannavörnum í héraði. Meðal annars með gerð hættumats og viðbragðsáætlana sem miða að því að:

  • koma í veg fyrir að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, umhverfi og eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, hernaðaraðgerða, farsótta eða öðrum ástæðum,

  • veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið.

Viðbragðsáætlanir eru prófaðar og hættumöt endurskoðuð reglulega.

Þeir sem koma að almannavörnum eru:

Áfallahjálp

Áfallahjálp er heilbrigðisþjónusta sem heyrir undir embætti landlæknis. Áfallahjálp í hópslysum og á neyðartímum fellur undir skipulag almannavarna en fagleg ábyrgð er hjá embætti landlæknis.

Áhrif eldgosa á dýralíf og gróður

Skaðleg áhrif eldgosa á dýralíf hér á landi eru fyrst og fremst af völdum eitraðra efna, sem berast með gosösku og falla til jarðar á gróður og í drykkjarvatn.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Almanna­varnir

Almannavarnir

Heim­il­is­fang

Skógarhlíð 14
105 Reykjavík