Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Aldurstakmörk fyrir þátttöku barna í upplýsingasamfélaginu

Það er mikilvægt að foreldrar og þeir sem starfa með börnum virði þau aldurstakmörk sem gilda um kvikmyndir, tölvuleiki og samfélagsmiðla.

Aldurstakmörk eru sett til verndar börnum og byggja meðal annars á því að börn undir 13 ára aldri hafa ekki tekið út fullan andlegan og félagslegan þroska og búa því ekki endilega yfir hæfni til þess að átta sig á því hvaða áhrif samskipti á Netinu geta haft og hvernig þau eru öðruvísi en önnur samskipti.

Á Íslandi er aldurstakmark fyrir þátttöku barna í upplýsingasamfélaginu, til dæmis á samfélagsmiðlum, 13 ár og þurfa yngri börn því samþykki foreldra til dæmis fyrir því að skrá sig sem notendur á samfélagsmiðlum, óháð þeim aldurstakmörkunum sem miðlarnir sjálfir setja fyrir sína notendur.

Margar leikjasíður falla undir skilgreininguna samfélagsmiðill, til dæmis Roblox.

Þá ber að virða að það er eingöngu í höndum foreldra og forsjáraðila að veita börnum leyfi til þess að víkja frá settum aldurstakmörkunum.

Leiðbeiningar fyrir foreldra um netið, samfélagsmiðla og rétt barna til einkalífs hjá Umboðsmanni Barna

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820