Handbók vefstjóra: Viðmið
Viðmið um þýðingar á efni
Á Ísland.is á allt efni að vera jafn aðgengilegt á íslensku og ensku.
Þýðingar á ensku hafa forgang þar sem þær auðvelda sjálfvirka þýðingu efnis yfir á önnur tungumál.
Vefstjórar tryggja að efni á stofnanavefjum þeirra sé vel þýtt á ensku.
Þýðingartól í Contentful
Í Contentful-vefumsjónarkerfinu er þýðingarvél frá Miðeind sem hægt er að virkja til þess að þýða efni sjálfvirkt yfir á ensku.
Mikilvægt er þó að:
Lesa þýðingu textans vel yfir. Skilar inntak textans sér skýrt til notenda?
Alltaf þarf sérstaklega að athuga heiti stofnana og önnur sérnöfn og sérfræðiheiti í textum, þýðingarvélin ræður aðeins við slíkt að takmörkuðu leiti:
Dæmi: Þýðingarvél þýðir „Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu“ og skilar þýðingunni „European Security and Cooperation Organisation.“
Rétt heiti á ensku er „Organisation for Security and Co-operation in Europe“.
Dæmi: Þýðingarvélin þýðir „útlendingalöggjöfin“ og skilar þýðingunni „The Act on Foreigners“.
Rétt heiti löggjafarinnar er „Foreign Nationals Act“.Ef um er að ræða efni sem tengist virkni með „process entry“, t.d. umsóknarferli þarf einnig að þýða það ferli. Ef ferlið er aðeins til á íslensku þarf að taka slíkt fram með skýrum hætti í ensku þýðingunni.
Yfirfara hlekki. Þýðingarvélin vinnur ekki með hlekki. Þá þarf að setja handvirkt inn í þýdda textann, og hlekkja þá á enska þýðingu viðkomandi efnis, sé það til. Sé efnið ekki til á ensku þarf að tilgreina að efnið sé aðeins til á íslensku, eða sleppa hlekknum.
Athuga þarf gæði þýðinga í „summary“, „slug“ og gæta þess að tengja efni í rétta flokka.
Ef þú ert með ábendingu varðandi þýðingar þá sendu línu á vefstjorn@island.is.
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?