Handbók vefstjóra: Setja inn töflur, lista eða gröf
Listar; punktalista og númeraðir listar
Listar - punktalistar, númeraðir listar
Númeraðir listar
Við notum númeraða lista í stað punktalista þegar leiða á notandann í gegnum ákveðið ferli. Skrefin í ferlinu byrja á stórum staf og enda með punkti.
Dæmi:
Til að fá greidda sjúkradagpeninga þarft þú að:
Athuga hvort þú uppfyllir forsendur greiðslu.
Afla nauðsynlegra fylgiskjala.
Sækja um sjúkradagpeninga og skila inn fylgigögnum.
Punktalistar
Punktalistar (e. bullets) hjálpa til að draga fram aðalatriði í texta og við upptalningar. Á undan punktalista er inngangssetning með tvípunkti. Ýmist er hafður lítill eða stór stafur í punktalista.
Ef textinn er sjálfstæð setning er hafður stór stafur og punktur í enda setningar.
Dæmi:
Fylgigögn með umsókn:
Uppdráttur og lýsing á svæðinu þar sem óskað er eftir að brenna sinu.
Afrit af umsögnum og samþykki hlutaðeigandi búnaðarsambands.
Afrit af umsögnum og samþykki hlutaðeigandi slökkviliðs.
Þegar hvert atriði í upptalningu í punktalista kemur í framhaldi af setningunni fyrir ofan er hafður lítill stafur, þá er upptalningin ekki sjálfstæð setning.
Dæmi:
Í umsókninni þarf meðal annars að koma fram:
nafn og kennitala ábyrgðarmanns
hver er tilgangur sinubrennu og rökstuðningur fyrir nauðsyn hennar
hvernig útbreiðsla elds verður takmörkuð
Einnig er hafður lítill stafur þegar upptalningin inniheldur aðeins stök orð.
Dæmi:
Ekki má brenna sinu þar sem tjón getur orðið á:
náttúruminjum
fuglalífi
lyng- eða trjágróðri
Handbók vefstjóra
Ertu með ábendingu eða spurningu?