Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vefstjóra: Leiðakerfi / þjónustuflokkar

Hvað ber að varast í leiðakerfinu? (í vinnslu)

Leiðakerfið (þjónustuflokkarnir) hjálpa notendum að kynnast því efni sem miðlað er á Ísland.is. Það efni eykst hratt og því er mikilvægt að allir hugi að því hvernig þetta efni nýtist og raðast saman.

Því er gott að huga að varast;

  • að birta efni sem er of líkt því sem þar er fyrir. Góð regla er að glöggva sig fyrst á því sem þegar er tengt og aðgengilegt í leiðakerfinu. Oft er betra að umskrifa eldra efni en að bæta við nýrri grein, þó það sé fljótlegra.

  • að halda að allt efni eigi heima í leiðakerfinu. Stundum er efnið þess eðlis að það á betur heima á síðu stofnunar (sem t.d. Organization Subpage) heldur en sem grein innan leiðakerfisins. Ef efnið hefur aðeins óljós tengsl við beina þjónustu við almenning er t.d. líklegra að það eigi aðeins heima á vef stofnunar.

merki

Handbók vefstjóra

Ertu með ábendingu eða spurningu?