Tryggingastofnun: Breytingar á örorku- og endurhæfingargreiðslum
Hver er kosturinn við nýjan hlutaörorkulífeyri?
Hlutaörorkulífeyrir, er ætlaður til að veita einstaklingum með getu til virkni á vinnumarkaði fjárhagslegan stuðning og vera hvati til atvinnuþátttöku þar sem frítekjumark vegna atvinnutekna er aukið.
Sérstakt frítekjumark vegna atvinnutekna nemur 250.000 krónum á mánuði fyrir þau sem fá greiddan hlutaörorkulífeyri til viðbótar almennu frítekjumarki sem er 100.000 krónur. Með því móti er stuðningur aukinn við þau sem búa við skerta færni á vinnumarkaði og komið til móts við fjölbreyttan hóp fólks sem hefur ekki fulla getu til virkni á vinnumarkaði.