Stafrænt Ísland: Mínar síður
Hvernig get ég veitt starfsmönnum aðgang að mínum síðum fyrirtækis?
Prókúruhafar geta veitt einstaklingum aðgang að gögnum fyrirtækisins.
Prókúruhafi veitir aðgang á eftirfarandi hátt:
Prókúruhafi skráir sig inn með sínum rafrænum skilríkjum.
Skiptir yfir á Mínar síður fyrirtækisins með því að velja nafnið sitt í hægra horninu og smella á "skipta um notanda".
Velur Aðgangsstýring í efnisyfirliti á vinstri hlið.
Kennitala einstaklingsins sem á að fá umboðið er slegin inn.
Síðan þarf að velja hvað það er sem einstaklingur fær umboð að t.d. Fjármál, stafrænt pósthólf o.s.frv.
Að lokum þarf að velja dagsetninguna sem umboðið gildir til og vista.
Finnurðu ekki það sem þig vantar?
Hvernig getum við aðstoðað?
Stafrænt Ísland