Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Aðkoma Persónuverndar að leyfisumsóknum vegna vísindannsókna

Persónuvernd veitir ekki leyfi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði heldur veitir stofnunin umsögn til vísindasiðanefndar eða siðanefndar heilbrigðisrannsókna vegna umsókna um vísindarannsóknir og fyrirmæli um vinnslu persónuupplýsinga.

Vísindasiðanefnd og siðanefndum heilbrigðisrannsókna er heimilt, áður en gefið er út leyfi til vísindarannsókna á heilbrigðissviði, að óska eftir umsögn Persónuverndar ef vafi leikur á um hvort viðkomandi vísindarannsókn uppfylli skilyrði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Telji Persónuvernd tilefni til að veita umsögn skal tilkynna siðanefnd um það innan tíu virkra daga.

Umsögn Persónuverndar skal liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum frá því að fullnægjandi gögn liggja fyrir. Telji Persónuvernd að meðferð persónuupplýsinga brjóti í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga skal ekki gefa út leyfi fyrir rannsókninni.

Á það skal bent að ef fyrirhuguð rannsókn fellur utan gildissviðs laga nr. 44/2014 um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði gæti eftir atvikum þurft að sækja um sérstakt leyfi hjá Persónuvernd fyrir fyrirhugaðri vinnslu. Sjá nánar um leyfisskylda vinnslu hér.

Persónuvernd

Hafa samband

postur@personuvernd.is

Sími: 510 9600

Afgreiðslu­tími

Virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Símatími lögfræðinga er alla fimmtudaga frá 9 til 12

Stað­setning

Laugavegur 166, 4. hæð

105 Reykjavík, Ísland

Kennitala: 560800-2820