Fara beint í efnið

Fjármál og skattar

Virðisaukaskattsskyld kaup þjónustu frá útlöndum

Hver sá sem kaupir tiltekna þjónustu frá útlöndum til nota að hluta eða að öllu leyti hér á landi, greiðir virðisaukaskatt af andvirði hennar.

Greiðsluskyldan tekur meðal annars til kaupa á ráðgjafaþjónustu, verkfræðiþjónustu, lögfræðiþjónustu, þjónustu endurskoðenda og annarrar sambærilegrar þjónustu.

Sama gildir um kaup á þjónustu af erlendum aðila enda þótt hún sé innt af hendi hér á landi ef hinn erlendi aðili er ekki skráður á grunnskrá virðisaukaskatts vegna þess að hann hvorki hefur hér á landi fasta starfsstöð né sérstakan umboðsmann.

Skýrsla um virðisaukaskattsskyld kaup þjónustu frá útlöndum

Þjónustuaðili

Skatt­urinn