Áskoranir hins opinbera
Samþætting við innri sjúkraskrárkerfi Landspítala
Landspítali óskar eftir samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki um samþættingu heilbrigðistæknilausna við nýja FHIR innviði í Heilsugátt.
Starfsfólk Landspítala hefur aðgang að gögnum úr ýmsum gagnagrunnum og hugbúnaðarkerfum í gegnum Heilsugátt. Nú er unnið að FHIR uppfærslu á innviðum samþættingarlagsins til að gera ytri lausnum betur kleift að tengjast Heilsugátt.
Markmið
Með uppfærslunni ætlar Landspítali að skapa forsendur fyrir einfaldari og hraðari samþættingu nýrra lausna við innri kerfi spítalans til að skapa virði fyrir sjúklinga, starfsfólk og heilbrigðisþjónustu í heild.
Fyrirkomulag
Landspítalinn stefnir á að þróa 2-3 vefþjónustur í samstarfi við þátttakendi lausnir.
Hver vefþjónusta getur verið fyrir eina eða fleiri lausnir, en það mun velta á hvers konar gagnaskipti lausnirnar kalla eftir.
Á þessu stigi óskar Landspítali eftir umsóknum frá áhugasömum fyrirtækjum um þátttöku í verkefninu með lausnir sem kalla eftir afmörkuðum og einföldum endapunktum og krefjast ekki umfangsmikilla né flókinna samþættinga.
Í hverri umsókn þarf að gera grein fyrir:
Hvaða gögnum er óskað eftir.
Hvernig gögnin yrðu nýtt í lausninni.
Hver væntur samfélagslegur ávinningur er af tengingu lausnarinnar við Heilsugátt.
Landspítali áskilur sér rétt til að horfa til gæðavottana, öryggiskrafna og þróunarstöðu umsækjanda við val á lausnum til þátttöku. Landspítali fer yfir allar umsóknir og hefur samband við alla umsækjendur.
Fyrir hvert verkefni verður sett upp áfangaskipt verkefnaferli með samningi og MÁP (ef við á).
Tímalína og umfang
Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2025.
Stefnt er að því að ljúka prófunum fyrir árslok 2025.
Til viðmiðunar mun Landspítali úthluta u.þ.b. 100 klst. af þróunarvinnu í hverja vefþjónustu. Þátttakandi fyrirtæki mega gera ráð fyrir sambærilegu vinnuframlagi í verkefninu.
Þátttaka
Skráning til þátttöku lauk 1. október