Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Áskoranir hins opinbera

Betri yfirsýn og samnýting í opinberum innkaupum

Fjársýslan leitar að lausnum sem gera opinberum stofnunum kleift að skipuleggja innkaup fram í tímann, sjá sameiginleg tækifæri og auðvelda samvinnu í stærri útboðum.

Í dag fer stór hluti opinberra innkaupa fram án þess að stofnanir hafi heildaryfirsýn yfir hvað aðrir eru að kaupa eða hvenær.

Þetta leiðir til þess að hver stofnun pantar fyrir sig, oft á mismunandi tímum og með takmarkaða nýtingu á sameiginlegum krafti. Þannig glatast tækifæri til betri kjara, aukins gagnsæis og samræmdrar stefnumótunar.

Þörfin

  • Stofnanir vilja geta séð eigin innkaup fram í tímann á einfaldan hátt.

  • Þær þurfa að sjá samlegð með öðrum stofnunum til að sameina krafta í stærri innkaupum.

  • Þær vilja geta stytt tímann sem fer í endurtekin og tvíverkandi ferli, og fá skýrari yfirsýn yfir hvað er þegar samið um.

Ávinningur

  • Betri samningsstaða með sameiginlegum innkaupum.

  • Sparnaður í kostnaði sem hægt er að nýta í aðra þjónustu.

  • Skýr yfirsýn sem minnkar tvíverknað og sparar tíma starfsmanna.

  • Aukið gagnsæi og traust milli stofnana og gagnvart almenningi.

Leitað er lausnar sem:

  • Gerir stofnunum auðvelt að skipuleggja eigin innkaup.

  • Sýnir samlegð og möguleika á sameiginlegum útboðum.

  • Styður daglega vinnu með einföldum, aðgengilegum hætti.

Umsóknir

Senda inn umsókn hér