Takmarkaður réttur til nota VSK-bifreiðar í einkaþágu
Eiganda rekstrar eða starfsfólki eru heimil takmörkuð einkanot VSK-bifreiðar ef rekstraraðili tilkynnir Skattinum um fyrirhuguð einkanot áður en þau hefjast. Sé það gert skerðist ekki innskattsheimild rekstraraðila við öflun bifreiðarinnar.
Í hugtakinu takmörkuð einkanot felst eingöngu akstur milli heimilis þess sem afnotaréttinn hefur og starfstöðvar fyrirtækis.
Eftirtöldum skilyrðum undantekningarinnar þarf að vera fullnægt:
Afnotaréttur eiganda eða starfsmanns hans sé að fullu talinn til VSK-skyldrar veltu á skattverði vegna takmarkaðra afnota launþega af bifreið launagreiðanda síns, í skattmati staðgreiðslu opinberra gjalda á hverjum tíma.
Áður en einkanot hefjast, eða breytingar verða á slíkum notum, tilkynni rekstraraðili Skattinum um hinn fyrirhuguð afnota.
Við afdrátt og skil staðgreiðslu opinberra gjalda telji rekstraraðili (launagreiðandi) starfsmanni til launa þau hlunnindi er í afnotaréttinum felast.

Þjónustuaðili
Skatturinn