Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Stofnun sameignarfélags, sf.

Sameignarfélög eru skráð hjá fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til fyrirtækjaskrár og greiða skráningargjald.

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu sameignarfélags er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár.

Sameignarfélag er samstarfsform sem byggist á samningi tveggja eða fleiri aðila um sameiginlega fjárhagslega starfsemi þar sem allir félagsmenn bera beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum félagsins.

Skylt er að gera skriflegan félagssamning um sameignarfélög sem eru skráð og skal samningurinn undirritaður af öllum stofnendum og þeim er síðar ganga í félagið.

Sé stjórn kosin, framkvæmdastjóri ráðinn og endurskoðendur eða skoðunarmenn kosnir skal fylgja með staðfest endurrit af fundargerð um kjör þeirra ásamt yfirlýsingu þeirra um að þeir taki starfið að sér.

Skylt er að skrá raunverulega eigendur sameignarfélaga og skal tilkynning um þá fylgja stofngögnum félagsins.

Taka skal fram í félagssamningi hvort félagið sé sjálfstæður eða ósjálfstæður skattaðili.

Tilkynning um stofnun sameignarfélags

Þjónustuaðili

Skatt­urinn