Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Stofnun hlutafélags, hf.

Hlutafélög eru skráð í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til fyrirtækjaskrár og greiða skráningargjald.

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu hlutafélags er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til fyrirtækjaskrár.

Stofngögn sem leggja þarf inn til skráningar eru auk tilkynningareyðublaðs, stofnsamningur, stofnfundargerð, samþykktir og tilkynning um raunverulega eigendur.

Tilkynning um stofnun hlutafélags

Þjónustuaðili

Skatt­urinn