Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Stofnun félags til almannaheilla

Félög til almannaheilla sem stofnuð eru og starfrækt í þeim tilgangi að safna eða útdeila fjármunum í almannaþágu yfir landamæri eru skráningarskyld í almannaheillafélagaskrá ríkisskattstjóra. Skila þarf inn stofngögnum til almannaheillafélagaskrár og greiða skráningargjald.

Afgreiðslutími umsóknar um skráningu er almennt um tíu til tólf virkir dagar frá því að gögn eru lögð inn til almannaheillafélagaskrár, séu þau fullnægjandi og greiðsla eða greiðslukvittun fylgi gögnunum.

Tilkynning um stofnun félags til almannaheilla

Þjónustuaðili

Skatt­urinn