Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Matvælaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Matvæli, Afurðarheiti
Undirritunardagur
14. nóvember 2023
Útgáfudagur
23. nóvember 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1255/2023
14. nóvember 2023
REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 242/2023 um gildistöku framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar vínræktarsvæði þar sem auka má alkóhólstyrkleikann, leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir og takmarkanir sem eiga við um framleiðslu og varðveislu vínræktarafurða, lágmarkshlutfall alkóhóls í aukaafurðum og ráðstöfun þeirra og birtingu skráa Alþjóðavínstofnunarinnar.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í II. kafla I. viðauka og XII. kafla II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. og II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 110/2023, frá 28. apríl 2023, öðlast eftirtalin ESB-gerð gildi hér á landi:
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2022/68 frá 27. október 2021 um breytingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/934 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1308/2013 að því er varðar leyfilegar vínfræðilegar vinnsluaðferðir. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 40, frá 25. maí 2023, bls. 307.
2. gr.
Matvælastofnun og heilbrigðisnefndir sveitarfélaga undir yfirumsjón Matvælastofnunar fara með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 14. nóvember 2023.
Svandís Svavarsdóttir.
Emilía Madeleine Heenen.
B deild - Útgáfud.: 23. nóvember 2023