Fara beint í efnið

Slit á einkahlutafélagi

Helstu leiðir til að slíta einkahlutafélagi eru eftirfarandi:

  1. Skilanefnd: Hluthafar geta ákveðið að kjósa félaginu skilanefnd ef talið er að félagið eigi fyrir skuldum.

  2. Gjaldþrotaskipti: Hluthafar og/eða félagsstjórn getur ákveðið að félagið skuli tekið til gjaldþrotaskipta ef aðstæður kalla á það (félagið á ekki fyrir öllum skuldum).

  3. Einföld slit: Hægt er í skuldlausu félagi að slíta félaginu og tilkynna það hlutafélagaskrá með yfirlýsingu um að hluthafar taki á sig ábyrgð á þeim kröfum sem upp kunna að koma.

Nánar á vef Skattsins

Tilkynning um slit á einkahlutafélagi

Þjónustuaðili

Skatt­urinn