Einstaklingur, sem er skotvopnaleyfishafi utan Evrópu, þarf að sækja um skammtímaskotvopnaleyfi hérlendis, hyggist hann stunda hér skotveiðar eða íþróttaskotfimi. Ef viðkomandi ætlar að koma með skotvopn með sér þarf sömuleiðis að sækja um heimild fyrir því í sömu umsókn. Viðkomandi þarf ábyrgðarmann hérlendis, með gilt skotvopnaleyfi, og skal sá aðili senda inn umsóknina.
Umsókninni skal fylgja staðfesting á skotvopnaleyfi viðkomandi, sem og veiðikort hérlendis ef skotveiðar eru tilgangur umsóknarinnar.
Ef til stendur að stunda hér íþróttaskotfimi skal fylgja staðfesting viðurkennds skotíþróttafélags.
Umsóknina skal senda á leyfi@lrh.is
Þjónustuaðili
Lögreglan