Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.7.–8.8.2025

2

Í vinnslu

  • 9.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-125/2025

Birt: 11.7.2025

Fjöldi umsagna: 5

Áform um lagasetningu

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Leikskólar, grunnskólar, önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og barnamála

Áform um breytingu á ýmsum lögum (gagnagrunnur nemendaupplýsinga)

Málsefni

Mennta- og barnamálaráðuneyti kynnir áform um breytingar á ýmsum lögum (gagnagrunnur nemendaupplýsinga).

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er ætlunin að aðlaga og styrkja lagaumhverfi að uppbyggingu gagnagrunns sem heldur miðlægt utan um skráningu upplýsinga um nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum, þ. á m. að styrkja heimildir til vinnslu og skráningu viðkvæmra persónupplýsinga, með það að markmiði að tryggja heildstæða yfirsýn yfir stöðu menntakerfisins alls og stöðu banra eða stöðu einstaka barns.

Skortur er á samræmdri skráningu gagna tengdum hagsmunum barna og ungmenna vegna þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Upplýsingar um skólavist, flutning milli skóla og sveitarfélaga, námsframvindu samkvæmt Matsferli, ástundun, sérþarfir barna, greiningar og stuðning sem nemendur njóta eru ekki aðgengilegar á einum stað. Þá hafa lykilupplýsingar menntakerfisins verið vistaðar hjá mismunandi aðilum, í mismunandi kerfum og á ólíku formi. Núverandi fyrirkomulag torveldar yfirsýn, hvort sem um er að ræða stöðu einstaka barns, skóla eða menntakerfisins alls. Þetta fyrirkomulag styður ekki við að hægt sé að koma úrbótum til leiðar fljótt og vel og skapar áskoranir og kostnað fyrir aðila og stofnanir sem þjónusta börn og ungmenni og dregur þannig úr möguleikum að unnt sé að mæta þörfum hvers og eins um leið og þörf er á.

Gagnagrunninum, Frigg, er ætlað að verða nýr miðlægur stafrænn gagnagrunnur með upplýsingum um nemendur á einum stað. Fyrst í stað fyrir grunnskólastig en síðar einnig fyrir leik-, og framhaldsskólastig. Grunnurinn er í smíðum og verður hýstur hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu.

Miðlæg og samræmd skráning gagna er mikilvæg forsenda þess að fá heildarsýn yfir stöðu menntakerfisins og gefur færi á að stórbæta skilvirkni, gæði og áreiðanleika þess. Gagnagrunnurinn mun halda utan um upplýsingar með stöðluðum kerfisbundnum hætti sem til stendur að hagnýta þvert á kerfi, stofnanir og stjórnsýslustig. Þannig er betur hægt að beita árangursríkari snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf er á sem er lykilatriði til að draga úr vanda síðar á skólagöngu. Grunnurinn hefur jafnframt í för með sér bætt aðgengi foreldra og forsjáraðila og barna að upplýsingum. Þannig munu foreldrar hafa betri og heildstæðari sýn yfir stöðu og framvindu í námi og þroska barnsins í gegnum skólakerfið, allt frá leikskóla til framhaldsskóla.

Horft er til þess að grunnurinn geti greint rauntímagögn úr menntakerfinu sem gerir það kleift að unnt verður fylgjast miðlægt með þróun þess og stöðu. Það gerir stjórnvöldum, stofnunum og skólastjórnendum kleift að bregðast hraðar við og vinna að úrbótum með markvissari hætti og meta árangur af stefnu og aðgerðum á hverjum tíma. Með því að samræma vinnulag, ferla og skráningu þvert á skólastig, sveitarfélög og aðra rekstraraðila skóla getur Frigg leitt til samfélagslegs og hagræns ávinnings að ónefndum þeim gríðarlega ávinningi sem snemmtækur stuðningur, gæðamenntun og aukin farsæld einstaklinga hér á landi hefur fyrir íslenskt samfélag.

Með því að tryggja að viðeigandi gagnaskráning fari fram í gegnum miðlægan grunn eru treystar sameiginlega stoðir menntakerfisins til framtíðar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa ráðuneytisstjóra og innri þjónustu

mrn@mrn.is