Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.7.–15.8.2025

2

Í vinnslu

  • 16.8.2025–

Samráði lokið

Mál nr. S-110/2025

Birt: 3.7.2025

Fjöldi umsagna: 5

Drög að reglugerð

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að reglugerð um samþætt sérfræðimat

Málsefni

Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um samþætt sérfræðimat.

Nánari upplýsingar

Þann 22. júní 2024 voru á Alþingi samþykkt lög um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga, nr. 104/2024. Lögin kveða á um umfangsmiklar breytingar á örorku- og endurhæfingarkerfinu sem taka gildi 1. september 2025. Samhliða gildistöku framangreindra laga er gert ráð fyrir að setja reglugerð um samþætt sérfræðimat samkvæmt heimild í 31. og 63. gr. laga um almannatryggingar, nr. 100/2007. Gert er ráð fyrir að reglugerðin komi í stað reglugerðar um örorkumat, nr. 379/1999.

Í drögum að reglugerð um samþætt sérfræðimat er kveðið á um ferli og viðmið við mat á færni umsækjenda um örorku- eða hlutaörorkulífeyri skv. 26. gr. laga um almannatryggingar. Tryggingastofnun ber ábyrgð á framkvæmd matsins, sem skal vera einstaklingsbundið og heildrænt og byggjast á fyrirliggjandi gögnum, en stofnuninni er einnig heimilt að boða umsækjendur í viðtal til sérfræðings. Í viðauka við reglugerðina eru atriði sem líta skal til við samþætt sérfræðimat, ásamt kvörðum og lýsingum. Gert er ráð fyrir að samþætt sérfræðimat skuli endurskoðað reglulega, þó aldrei sjaldnar en á árs fresti, til að tryggja að það endurspegli þróun innan málaflokksins og haldi þannig gildi sínu til lengri tíma.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar

frn@frn.is