Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 24.6.–22.7.2025

2

Í vinnslu

  • 23.7.2025–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-108/2025

Birt: 24.6.2025

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Reglugerð um gjaldtöku smásölugjalda fyrir reikiþjónustu íslenskra fjarskiptafyrirtækja í Bretlandi

Málsefni

Innviðaráðuneytið leggur til að sett verði reglugerð um reiki til að koma í veg fyrir óhóflegt gjald fyrir farnetsþjónustu yfir landamæri Bretlands og Norður Írlands.

Nánari upplýsingar

Evrópusambandið hefur lagt á það áherslu að íbúar ESB, sem og EES ríkja þurfi ekki að greiða óhóflegt gjald fyrir farnetsþjónustu (talsíma-, smáskilaboða- og netþjónustu) við það eitt að fara yfir landamæri innan Evrópusambandsins. Hugsunin er sú að sama smásölugjaldtaka eigi sér stað innan ESB og EES landa, þ.e. einstaklingar greiði sama gjald fyrir notkun farnets innan svæðisins líkt og þeir væru heima hjá sér. Þetta kallast á ensku "Roam Like Home".

Í XX. viðauka við Fríverslunarsamning milli Íslands, Furstadæmisins Liectensteins og Konungsríkisins Noregs og Sameinaða Konungsríkisins Stóra-Bretlands og Norður Írlands frá 8. júlí 2021 sem tók gildi þann 1. júlí 2023 er að finna ákvæði um að ferðamenn sem fara milli landanna þurfi ekki að borga himin há símagjöld við það eitt að fara yfir landamæri Bretlands. Samningurinn átti að tryggja þetta. Það hefur hann ekki gert í raun. Aðeins eitt lítið símafyrirtæki hefur nýtt sér þessa sérstöðu á markaðinum en það félag hefur mjög litla markaðshlutdeild.

Með reglugerð þessari er lagt til að tryggt verði að símafyrirtækin fari eftir samningi þessum.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (10)

Umsjónaraðili

skrifstofa sveitarfélaga, stafrænna innviða og byggðamála

irn@irn.is