Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.–18.6.2025

2

Í vinnslu

  • 19.6.–17.11.2025

3

Samráði lokið

  • 18.11.2025

Mál nr. S-103/2025

Birt: 13.6.2025

Fjöldi umsagna: 10

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Breyting á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir

Niðurstöður

Þónokkrar umsagnir bárust en ákveðið var að gera aðeins breytingu hvað varðar veitingastaði að þessu sinni. Aðrar ábendingar verða teknar til skoðunar í ráðuneytinu. Reglugerðin var birt í Stjórnartíðindum 25. júní 2025, mál 689/2025, sjá neðangreindan hlekk.

Málsefni

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið leggur til breytingar á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 830/2022.

Nánari upplýsingar

Breytingin felst í því að bæta við fleiri tegundum atvinnustarfsemi í skráningu í stað starfsleyfis, og er lagt til að samtals 23 flokkar atvinnureksturs bætist við reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur.

Skráning felur í sér skráningu tiltekins atvinnurekstrar sem tiltekinn er í viðauka reglugerðarinnar í miðlæga rafræna gátt í stað starfsleyfisskyldu. Skráning er ekki auglýst í fjórar vikur líkt og starfsleyfi og ekki er gefin út greinargerð fyrir skráningu. Skráning er ótímabundin en starfsleyfi er gefið út til tiltekins tíma. Ef starfsemi er bæði starfsleyfisskyld og skráningarskyld þá vegur starfsleyfisskyldan þyngra en skráningin og aðeins þarf að sækja um starfsleyfi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (11)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og orku

urn@urn.is