Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.8.–18.9.2024

2

Í vinnslu

  • 19.9.–29.10.2024

3

Samráði lokið

  • 30.10.2024

Mál nr. S-161/2024

Birt: 28.8.2024

Fjöldi umsagna: 17

Áform um lagasetningu

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar

Sameining sjóða - áform um breytingar á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir

Niðurstöður

Alls bárust umsagnir frá átta umsagnaraðilum. Helstu athugasemdir við áformin vörðuðu sameiningu Innviðasjóðs og Rannsóknasjóðs og nokkuð var um athugasemdir um fyrirhugaðan Áherslusjóð. Að umsagnarfresti liðnum var unnið áfram með málið og útbúin drög að frumvarpi til laga um opinberan stuðning við vísindi og nýsköpun. Drögin voru birt í Samráðsgátt 22. október 2024. Í drögunum er nánar fjallað um þær umsagnir sem bárust.

Málsefni

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið áformar að sameina samkeppnissjóði á málefnasviðum ráðuneytisins úr átta í þrjá talsins ásamt því að skerpa á hlutverki Rannís.

Nánari upplýsingar

Stefnt er að því að sameina átta sjóði í þrjá meginsjóði og ná þannig fram meiri skilvirkni, gagnsæi og sveigjanleika í starfsemi sjóðanna, svo sem varðandi fjármögnun, tímalengd styrkja og stærð sjóðanna. Áhersla verður lögð á að fjármagna bestu hugmyndirnar alla leið að sjálfstæði. Á sama tíma séu þó til staðar öflugir grunnrannsókna- og nýsköpunarsjóðir til að styðja við grasrótina t.d. með fjármögnun doktorsnema og ungra sprotafyrirtækja. Með því móti stuðlum við enn frekar að því að Íslandi státi af alþjóðlega samkeppnishæfu umhverfi rannsókna og nýsköpunar.

Samhliða breytingum á sjóðum verður hlutverk Rannís skýrt betur þannig að lögin endurspegli raunverulegt hlutverk stofnunarinnar en í dag sinnir Rannís umsýslu og þjónustu við fjölmarga sjóði á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar ásamt því að sinna veigamiklu alþjóðastarfi tengt helstu samstarfsáætlunum sem Ísland tekur þátt í. Rannís sinnir til að mynda fjölda verkefna fyrir önnur ráðuneyti, heldur utan um aðra samkeppnissjóði sem og réttindasjóði eins og endurgreiðslur til rannsókna- og þróunarfyrirtækja og endurgreiðslur tekjuskatts til erlendra sérfræðinga.

Markmið breytinganna er að einfalda umgjörð starfsemi sjóða sem heyra undir ráðuneytið og skýra ábyrgð hinna ýmsu aðila í stefnumótun og framkvæmd þeirrar starfsemi sem fellur undir ábyrgðarsvið laganna. Þá verði framkvæmd sjóðanna samræmd meira en er í dag sem og stjórnskipulag þeirra, fjármögnun og umsýsla. Jafnframt er stefnt að því að gera aðlaganir á ákvæðum sem varða hlutverk og verkefni Rannís þannig að stofnunin annist umsýslu opinberra sjóða, sinni þjónustu við þekkingarsamfélagið, gagnaöflun og greiningu á sviði vísinda og nýsköpunar innanlands og tengt þeim alþjóðlegu áætlunum sem Ísland tekur þátt í.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (0)

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa stefnumörkunar og alþjóðamála

hvin@hvin.is