Til umsagnar
4.7.–1.8.2024
Í vinnslu
2.8.–18.9.2024
Samráði lokið
19.9.2024
Mál nr. S-136/2024
Birt: 4.7.2024
Fjöldi umsagna: 2
Drög að reglugerð
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Fjölskyldumál
Reglugerðardrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 4. júlí – 2. ágúst 2024 og bárust alls tvær umsagnir. Reglugerðin var undirrituð 15. ágúst 2024 og hefur hún verið birt í Stjórnartíðindum.
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um starfsemi og skipulag þróunarsjóðs innflytjendamála.
Félags- og vinnumarkaðsráðherra óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um starfsemi og skipulag þróunarsjóðs innflytjendamála.
Fyrirhugaðri reglugerð er ætlað að koma í stað gildandi reglna um úthlutun styrkja úr þróunarsjóði innflytjenda, dags. 19. nóvember 2010.
Tilgangur þróunarsjóðs innflytjendamála er að efla rannsóknir og þróunarverkefni í tengslum við málefni innflytjenda með það að markmiði að styðja við inngildingu innflytjenda í íslenskt samfélag.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Skrifstofa vinnumarkaðar
frn@frn.is