Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 13.5.–3.6.2024

2

Í vinnslu

  • 4.6.–12.12.2024

3

Samráði lokið

  • 13.12.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-101/2024

Birt: 13.5.2024

Fjöldi umsagna: 6

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Niðurstöður

Í kjölfar samráðs var unnið úr þeim 6 umsögnum sem bárust og fundað var með Embætti landlæknis og fleiri hagaðilum. Í kjölfarið var reglugerðardrögunum breytt og þau drög birt til samráðs í Samráðsgátt 13. desember 2024 í máli S-242-2024.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Nánari upplýsingar

Reglugerðardrögin eru samin í heilbrigðisráðuneytinu. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga, sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir.

Drög að reglugerð voru send í samráð sem lauk 22. nóvember 2023 og bárust 33 umsagnir. Eftir framangreint samráð og vinnu innan ráðuneytisins hafa verið gerðar töluverðar breytingar á reglugerðardrögunum. Helsta breytingin lýtur að gildissviði reglugerðarinnar en samkvæmt drögunum er það takmarkað við meðferðir þegar lækningatæki, þ.e. efni, efnasamsetningar eða hlutir, er notað til andlits-, húð eða slímhúðarfyllingar með því að sprauta því undir húð, í slímubeð eða leðurhúð eða sett inn á annan hátt. Með öðrum orðum falla undir reglugerðina meðferðir sem fela í sér að fylliefnum er sprautað í húð en séu slíkar meðferðir ekki gerðar rétt getur það haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Aðrar andlits- og húðmeðferðir sem eru taldar hættuminni, s.s. húðslípun, örnálameðferðir ásamt meðferðum sem framkvæmdar eru með lasertækjum og falla undir reglugerð nr. 171/2021 falla því utan við reglugerðina.

Í reglugerðinni er enn lagt til að þeir aðilar sem teljist bærir að veita meðferðirnar séu annars vegar læknar með sérfræðileyfi frá embætti landlæknis í húðlækningum og lýtalækningum og hins vegar læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar, hafi þeir aflað sér fullnægjandi þekkingar og hæfni til að veita meðferðina. Miðað er við þessar þrjár stéttir á þeim faglega grundvelli að þær hafi fullnægjandi menntun í líffærafræði (e. anatomy) og þjálfun í að sprauta undir húð.

Sá sem veitir meðferð skal hafa gilt starfsleyfi, veita meðferðina á heilbrigðisstofnun eða starfsstofu heilbrigðisstarfsmanns og hafa gilda tryggingu á grundvelli laga um sjúklingatryggingu, sem nær til meðferðarinnar. Þá er lagt til að embætti landlæknis geri tillögur til ráðherra að faglegum lágmarkskröfum til reksturs heilbrigðisþjónustu á sviði meðferða sem reglugerðin tekur til. Þá er í reglugerðinni kveðið á um upplýsingaskyldu meðferðarveitanda og samþykki sjúklings, óheimilar meðferðir, eftirlit og viðurlög.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Boð um þátttöku (5)

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa lýðheilsu og vísinda

kristin.gudmundsdottir@hrn.is