Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.10.–22.11.2023

2

Í vinnslu

  • 23.11.2023–1.9.2024

3

Samráði lokið

  • 2.9.2024

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-209/2023

Birt: 25.10.2023

Fjöldi umsagna: 33

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs

Niðurstöður

Í kjölfar samráðs var unnið úr umsögnum sem voru 33 talsins og reglugerðardrögunum breytt. Breytt drög voru birt til samráðs í Samráðsgátt 13. maí 2024 í máli S-101-2024.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um takmarkanir á meðferðum til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs.

Nánari upplýsingar

Reglugerðardrögin eru samin í heilbrigðisráðuneytinu. Með þeim er stefnt að því að takmarka heimildir til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga og sem eru án læknisfræðilegs tilgangs, við tilteknar löggiltar heilbrigðisstéttir og eftir atvikum sérfræðinga innan þeirra, til að tryggja hagsmuni og öryggi sjúklinga.

Í drögunum er að finna ákvæði um heimild tiltekinna heilbrigðisstétta til að veita tilteknar meðferðir til útlitsbreytinga án læknisfræðilegs tilgangs, skilyrði fyrir veitingu þjónustunnar, upplýsingaskyldu veitenda þjónustunnar, ákvæði um samþykki og afturköllun þess, ásamt ákvæði um bann við veitingu hættulegra meðferða. Þar að auki kveða reglugerðardrögin á um eftirlit landlæknis og Lyfjastofnunar, nauðsynlegar tryggingar þjónustuveitenda og viðurlög við brotum samkvæmt reglugerðardrögunum.

Við gerð reglugerðardraganna var litið til löggjafar á Norðurlöndunum sem og umræðunnar í þjóðfélaginu síðustu ár.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa innviða heilbrigðisþjónustu

hrn@hrn.is