Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Sækja um safnaraleyfi vegna skotvopna - flokkur S

Umsókn um leyfi fyrir skotvopnasafni - flokkur S

Almennt

Einstaklingar, samtök og opinber söfn þurfa sérstakt leyfi til að eiga og varðveita skotvopn, sem hafa ótvírætt söfnunargildi til dæmis vegna:

  • aldurs þeirra,

  • tengsla þeirra við sögu landsins, eða

  • af öðrum sérstökum ástæðum.

Skilyrði

Umsækjandi þarf að hafa haft:

  • aukin skotvopn í flokki B í að minnsta kosti 10 ár

Þar að auki þarf að:

  • hafa yfir að ráða fullnægjandi aðstöðu til varðveislu skotvopnanna

  • vera með hirslur sem uppfylla skilyrði lögreglu

  • vera með öryggiskerfi tengt stjórnstöð hjá viðurkenndu öryggisfyrirtæki

Fylgigögn

Með umsókn þarf að fylgja:

  • staðfesting á vöktun öryggiskerfis hjá viðurkenndu öryggisfyrirtæki

Kostnaður

6.500 krónur

Gildistími

Hámark 5 ár

Umsókn um leyfi fyrir skotvopnasafni - flokkur S

Þjónustuaðili

Lögreglan