Þjónustukönnun á hjúkrunarheimilum HSA
14. janúar 2026
Gerð var þjónustukönnun meðal íbúa á hjúkrunarheimilum Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) í nóvember og desember 2025. Á sama tíma var gerð þjónustukönnun sambærileg meðal aðstandenda íbúa á hjúkrunarheimilum HSA.

Leitast var við að könnun tæki til þeirra þátta sem snúa að: Umhyggju, sjálfræði, virðingu, vellíðan, aðbúnað og umhverfi. Byggt var á sambærilegum könnunum sem hafa verið gerðar á öðrum hjúkrunarheimilum á landinu á síðustu árum. Sigurveig Gísladóttir, fagstjóri hjúkrunar á hjúkrunarsviði HSA hafði yfir umsjón með gerð könnunarinnar og tók saman.
Í heildina eru hjúkrunarheimili HSA með 113 hjúkrunarrýmum á 6 hjúkrunarheimilum: Sundabúð á Vopnafirði, Dyngja á Egilsstöðum, Fossahlíð á Seyðisfirði, Hulduhlíð á Eskifirði, Uppsalir á Fáskrúðsfirði og hjúkrunardeild í Neskaupstað. Rýmin eru sum nýtt sem hvíldarinnlagnarrými, eitt sjúkrarými og 2 líknarrými.
Þjónustukönnunina í heild sinni má lesa HÉR!