Fara beint í efnið

Heilbrigðisstofnun Austurlands hæst heilbrigðisstofnana í stofnun ársins

19. febrúar 2024

Í könnuninni Stofnun ársins þar sem mæld er ánægja starfsfólks með sinn vinnustað, mælist Heilbrigðisstofnun Austurlands hæst heilbrigðisstofnana á landsvísu annað árið í röð.

Stofnun ársins

HSA er í 17.sæti yfir þær stofnanir sem eru með 90 starfsmenn eða fleiri með heildareinkunnina 4.05 stig. Þetta er þriðja árið í röð sem HSA hækkar einkunn sína en þeir þættir sem skora hæst í könnunni eru jafnrétti, starfsandi, sveigjanleiki í vinnu og ímynd stofnunar. Heilbrigðisstofnun Austurlands fagnar þessum niðurstöðum en stofnunin býr yfir miklum mannauð og margt af starfsfólkinu með áratuga starfsreynslu. Niðurstöður verða rýndar og þannig nýttar til að halda áfram að gera enn betur.

Nánari upplýsingar um Stofnun ársins 2023 má finna á vefsíðu Sameykis.

Stofnun ársins (1)