Mér líður eins og ég hugsa
26. febrúar 2024
Sálfræðiþjónusta HSA mun halda grunnnámskeið í hugrænni atferlismeðferð (HAM) á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 20. mars og er einu sinni í viku í sex vikur.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem glíma við erfiðar tilfinningar í daglegu lífi en einkum er lögð áhersla á kvíða- og depurðareinkenni með sérstakri fræðslu um þau. Meginmarkmið námskeiðsins er að þátttakendur læri og þjálfist í grundvallar aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar sem nýtast til að takast á við ýmis tilfinningaleg vandamál.
Athugið að takmörkuð pláss eru í boði. Námskeiðsgjald er 5.000 kr. og innifalið í því er handbók og kaffi.
Skráning á námskeið fer fram í gegnum netfangið sigurlin.h.kjartansdottir@hsa.is
Við skráningu þarf að koma fram nafn, kennitala og símanúmer.
Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Sigurlín H. Kjartansdóttir yfirsálfræðingur á HSA og Magdalena Marrcjaniak sálfræðingur.