HPV bólusetning drengja sem fæddir eru 2008 og 2009
15. janúar 2026
Nú stendur drengjum fæddum 2008 og 2009 sem ekki eru bólusettir við HPV veiru til boða bólusetning sér að kostnaðarlausu.

Við hvetjum drengi og foreldra þeirra til að kynna sér málið á https://island.is/hpv-human-papilloma-virus eða með því að skanna meðfylgjandi QR kóða.
Bólusett verður í framhaldskólum á svæðinu innan tíðar og einnig er hægt að fá bólusetningu á heilsugæslustöðvum HSA. Gott er að foreldrar kíki yfir heilsuveru með börnum sínum og skrái símanúmer og netfang til að tryggja að skilaboð um bólusetningu skili sér.

