Fara beint í efnið

Skattaleg heimilisfesti námsmanna erlendis

Umsókn fyrir námsmenn erlendis

Skattaleg heimilisfesti, fylgiskjal með skattframtali.

Þeir sem dveljast erlendis við nám geta sótt um að halda hér á landi skattalegri heimilisfesti og haldið þannig öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir. Í því felst að við skattlagningu er tekið tillit til þess skattafsláttar og bóta sem hann ætti rétt á ef lögheimili hans hefði verið hér allt árið. Tekjur og eignir erlendis hafa áhrif á skattlagninguna að teknu tilliti til ákvæða tvísköttunarsamninga og barnabætur og hliðstæðar greiðslur erlendis koma til lækkunar á barnabótum hér á landi.

Nánar á skatturinn.is

Umsókn fyrir námsmenn erlendis

Þjónustuaðili

Skatt­urinn