Fara beint í efnið

Vegabréf, ferðalög og búseta erlendis

Skattaleg heimilisfesti námsmanna erlendis

Umsókn fyrir námsmenn erlendis

Skattaleg heimilisfesti, fylgiskjal með skattframtali. Eftir innskráningu hjá Skattinum finnur þú umsóknina undir „Vefskil“.

Þeir sem dveljast erlendis við nám geta sótt um að halda hér á landi skattalegri heimilisfesti og haldið þannig öllum réttindum sem heimilisfesti hér á landi veitir. Í því felst að við skattlagningu er tekið tillit til þess skattafsláttar og bóta sem hann ætti rétt á ef lögheimili hans hefði verið hér allt árið. Tekjur og eignir erlendis hafa áhrif á skattlagninguna að teknu tilliti til ákvæða tvísköttunarsamninga og barnabætur og hliðstæðar greiðslur erlendis koma til lækkunar á barnabótum hér á landi.

Nánar á skatturinn.is

Umsókn fyrir námsmenn erlendis

Þjónustuaðili

Skatt­urinn