Leyfi til að flytja skotvopn milli landa um Ísland
Almennt
Einstaklingar sem ferðast með skotvopn og millilenda á Íslandi þurfa að sækja um leyfi lögreglu.
Upplýsingar sem þurfa að fylgja
Í umsókn þarf að koma fram:
upplýsingar um eiganda skotvopns, eins og nafn, fæðingardagur og ár, ríkisfang, heimilsfang í heimalandi, samskiptaupplýsingar og heimilisfang á Íslandi á meðan dvöl stendur
upplýsingar um skotvopnið, eins og tegun, verksmiðjuheiti, módelheiti, eintaksnúmer og fleira
upplýsingar um skotfæri, ef við á
dagsetningar flutnings og flutningsleið
aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill koma á framfæri
Fylgigögn
Skammtímaútflutningsleyfi frá heimalandi
Staðfesting á að umsækjandi sé eigandi skotvopnsins

Þjónustuaðili
Lögreglan